Lífrænt nautgripaeldi

Lífrænt ræktaða nautakjötið í HiPP kemur frá okkar eigin býlum og frá sérvöldum samstarfsaðilum. Við fylgjum ströngustu viðmiðunarreglum og landbúnaðarráðgjafar og dýralæknar hjá HiPP hafa stöðugt eftirlit með aðstæðum.

Lífrænt ræktaðir nautgripir HiPP reika um skóglendi eða eru á beit á engjum stærstan hluta ársins. Það eru skilyrðin sem henta tegundinni best. Þannig verða dýrin sterk, þrautseig og hraust. Nautgripir okkar nærast aðeins á grasinu á engjunum og að vetri fá þeir hey eða vothey og kjarnfóður ef nauðsyn krefur. Fóðrið verður að vera frá lífrænum býlum og má ekki innihalda sýklalyf, lyf til að auka afköst eða erfðabreytt hráefni.

Eitt af því sem við leggjum sérstaka áherslu á er umönnun kúa með kálfa: Kálfar lífrænt ræktuðu kúnna okkar koma yfirleitt í heiminn úti á enginu. Á Ehrensberger Hof, sem er lífrænt fyrirmyndarbýli HiPP, fá þeir að vera með mæðrum sínum í átta mánuði og nærast á mjólk úr spena.