Lífræn kornræktun

Lífrænt ræktað korn frá HiPP – hvort sem er hveiti, hirsi eða hrísgrjón - er annað og meira en lífrænt ræktað korn. Landbúnaðarverkfræðingar HiPP aðstoða samstarfsbændur okkar við að huga að jafnt heilbrigði jarðvegsins sem og hreyfingum vinda, til að hindra að óæskileg efni lendi á ökrunum okkar. Fræin eru einnig undir ströngu eftirliti. Þau koma frá afbrigðum sem hafa mikið þol gegn meindýrum og því þarf ekki að nota nein íðefni við ræktunina. Þegar fræin spíra og mynda plöntur framleiða þau mikið magn veigamikilla næringarefna.

Grænmetisbændurnir okkar fara eftir þaulhugsaðri áætlun um skiptiræktun. Með þeirri aðferð þarf ekki að nota tilbúinn áburð. Illgresi er fjarlægt upp á „gamla mátann“, t.d. með því að reyta það í höndunum, ef þess gerist þörf. Með því að velja opna akra, umkringda mismunandi plöntutegundum, og með því að laða að ýmsar gagnlegar lífverur, er hægt að verjast meindýrum. Kornið er slegið þegar það er alveg fullþroska. Eftir sláttu er beitt ströngu eftirlitskerfi til að tryggja að aðeins allra besta kornið fari í framleiðsluferli og endi að lokum í skeið barnsins þíns.