Lífrænt kalkúnaeldi

Hjá HiPP notum við aðeins lífrænt kalkúnakjöt frá vottuðum samstarfsbýlum. Lífrænt ræktuðu kalkúnarnir eru aldir í samræmi við viðmiðunarreglur HiPP, sem eru mun strangari en kveðið er á um í reglugerð ESB um lífrænan búskap. Við stýfum til dæmis ekki goggana á kalkúnunum okkar og tryggjum þeim svigrúm fyrir eðlislægt félagsatferli. Þessar sérstöku leiðbeiningar framleiðenda mæla einnig fyrir um að kalkúnarnir okkar þurfi að eyða að minnsta kosti þriðjungi daglegs lífs utandyra.

Svæðin sem fuglarnir fá að fara um að vild eru mjög fjölbreytt: Þar er að finna staðbundnar plöntur og timburbyggingar og þar fá þessi dýr, sem eru forvitin að eðlisfari, nóg til að skoða og kanna. Þegar veðrið er of rysjótt til að dýrin vilji vera á bersvæði geta þau leitað skjóls á yfirbyggðum útisvæðum. Þetta er tilgreint í viðmiðunarreglum HiPP um lífrænan búskap.

Hluti af lífrænum eldisaðferðum okkar er að fóðra kalkúnana okkar með ferskum smára, því hann inniheldur mikilvæg næringarefni. Fóðrið sem við notum er úr lífrænt ræktuðu korni sem er að sjálfsögðu framleitt í kornmyllum HiPP. Lífræn ræktun sem tekur mið af þörfum hverrar dýrategundar er heilmikil fyrirhöfn, en við erum sannfærð um að þetta er fyrirhafnarinnar virði.