HiPP verndar: Framtakið „Að fóstra hana“

Egg: Egg fást í öllum matvöruverslunum; þau eru ýmist hvít eða brún og seld í mismunandi stærðum og misstórum umbúðum.

En til að framleiða egg þarf aðeins kvenkyns kjúklinga – sem vaxa úr grasi og verða varphænur. Hvað verður þá um alla karlkyns kjúklingana sem klekjast út á degi hverjum? Því miður er sannleikurinn ansi sár: Eggjaverksmiðjur hafa engin not fyrir karldýr og því er flestum karlkyns kjúklingum slátrað á staðnum. Þetta er gífurlegt magn dýra, t.d. er sláturfjöldinn 50 milljónir dýra á ári í Þýskalandi einu. Þessum kjúklingum er svo ýmist fargað, eða í einhverjum tilvikum notaðir sem fóður fyrir snáka og eðlur.

HiPP og samstarfsbýli þess, sem eru undir ströngu eftirliti, standa sameiginlega að sérstöku átaki sem er ætlað að stöðva þessa tilgangslausu slátrun á karlkyns kjúklingum. HiPP leggur ríka áherslu á að býlin geti mætt ströngum kröfum fyrirtækisins um gagnsæi, rekjanleika og dýravelferð. Saman viljum við breyta og bæta aðstæður karldýranna.

Við hjá HiPP teljum það nefnilega óviðunandi að kjúklingum sé slátrað eingöngu vegna þess af hvaða kyni þeir eru. Slík vinnubrögð samræmast ekki siðareglum okkar.

Framtakið „Að fóstra hana“ felur í sér heildræna nálgun: Við kaupum bæði eggin okkar og kjöt af lífrænum lausagöngukjúklingum beint frá bændunum. Þannig getum við stutt við uppfóstrun jafnt karlkyns sem kvenkyns dýra.