
Kátar kýr sjá okkur fyrir lífrænni HiPP-mjólk
Lífræna mjólkin sem við notum í vörurnar okkar er eingöngu frá bændum sem fylgja viðmiðunarreglum HiPP um lífrænan búskap. Þessir bændur sinna kúnum sínum með þeim aðferðum sem henta dýrategundinni best og bjóða þeim að vera á beit úti á ökrum sem eru ræktaðir án notkunar steinefnaáburðar, íðefna eða tilbúinna úðaefna.
Að fóðra dýrin með grasi, heyi og korni tryggir okkur fyrsta flokks lífræna mjólk sem er stútfull af næringarefnum. Það gerir þessa lífrænu mjólk að dýrmætu innihaldsefni í þurrmjólkinni frá HiPP. Heildrænir búskaparhættir á lífrænum býlum HiPP stuðla einnig að vernd náttúruauðlinda á borð við korn og vatn.