Sjálfbærar fiskveiðar

HiPP-máltíðirnar okkar innihalda fisktegundir á borð við Alaska-ufsa, lýsing, þorsk, villtan lax og skarkola. Flestar þeirra eru veiddar á hafi úti, fjarri strandlengjunni. Fiskimiðin okkar eru á Norðuraustur-Atlantshafi og í Norðaustur-Kyrrahafi.

Fiskurinn sem við notum í vörur HiPP er eingöngu veiddur af sjálfbærum, MSC-vottuðum útgerðaraðilum. MSC-vottun er trygging fyrir því að útgerðarfyrirtækin sem vottunin tekur til fylgi sértækum umhverfisstöðlum, verji veiðistofna og stundi ábyrga stjórnun fiskveiða. Til að tryggja gæði fisksins eru umhverfisaðstæður vaktaðar og metnar og fiskurinn veiddur á sérvöldum, hagfelldum úthafsmiðum. Útgerðarfyrirtækin sjálf sæta einnig reglubundnu eftirliti.

Þannig vinnur HiPP gegn rányrkju á úthöfunum og stuðlar með virkum hætti að verndun fiskistofna. Við stuðlum að bættum lífskjörum og aðgangi að hollum mat fyrir mikinn fjölda fólks um heim allan, með það að markmiði að yngstu viðskiptavinirnir okkar megi fá í arf veröld sem býr yfir nægum auðlindum til að þau geti einnig nýtt fisk sér til matar þegar þau verða fullorðin.