Lífræn ræktun grænmetis og gulróta

HiPP hefur helgað sig lífrænni grænmetisræktun í yfir 60 ár. Í dag getum við miðlað öðrum af reynslunni sem við höfum aflað okkur á þessu tímabili. HiPP veitir grænmetisbændum sínum ráðgjöf á öllum þrepum ræktunarinnar – allt frá vali á rétta akrinum og fræjunum og að vexti og uppskeru plantna. Til að forðast tjón af völdum sjúkdóma og meindýra fylgja grænmetisbændurnir okkar þaulhugsaðri áætlun um skiptiræktun. Með því að rækta mismunandi grænmetistegundir ár frá ári tryggjum við einnig að ræktunarlöndin verði ekki næringarsnauð. Heilbrigður, ómeðhöndlaður jarðvegur er undirstaða þeirra frábæru hráefna sem við notum í vörurnar okkar. Þannig framleiðum við vörur í hæsta gæðaflokki, vörur sem eru enn betri en staðlar um lífræna ræktun kveða á um.

Lífræn gulrótaræktun HiPP

Lífræn ræktun á gulrótum byggir fyrst og fremst á heilbrigðum og frjóum jarðvegi. Fræin sem eru sérvalin af sérfræðingum okkar hjá HiPP henta fullkomlega fyrir jarðveginn sem á að rækta í og hafa hvorki verið meðhöndluð með íðefnum né verið erfðabreytt. Til þess að halda jarðvegi okkar og uppskeru heilbrigðum plantar HiPP aldrei lífrænu gulrótunum sínum í sama akurinn nema á sex til sjö ára fresti. Á hvíldartíma akursins ræktar bóndinn korntegundir, kartöflur eða smára í jarðveginum. Illgresi er fjarlægt upp á „gamla mátann“, t.d. með því að reyta það í höndunum. Þetta er dýrmætt framlag til verndunar umhverfisins.

Áður en handtíndu gulræturnar okkar fá merkinguna „Lífrænar gulrætur frá HiPP“ gangast þær undir viðamiklar prófanir á okkar eigin rannsóknarstofu, þar sem leitað er eftir yfir 1.200 mismunandi efnaleifum. Þetta er mun meira en kveðið er á um í lögum. HiPP-afbrigðið okkar, sem kallast „Dulcis”, er einstaklega bragðmilt og hentar frábærlega fyrir næma bragðlauka ungbarna.