Lífræn ræktun ávaxta og banana

Við lífræna ræktun á ávöxtum fylgir HiPP samstarfsbændum sínum eftir alla leið, frá blómgun til framleiðsluvöru. Fyrir barnamatinn okkar veljum við afbrigði sem eru með mildu bragði og lágu sýrustigi. Ljúffengu lífrænt ræktuðu perurnar sem við notum í dásamlegu HiPP-safana fá til dæmis að vaxa í aldingörðum, af mjög gömlum og sjaldgæfum afbrigðum.  Ólíkt því sem gerist í hefðbundnum búskap nota lífrænir bændur HiPP ekki neitt skordýraeitur eða tilbúin úðaefni. Þannig verndum við náttúrulegar vistgerðir manna, plantna og dýra og stuðlum að líffræðilegum fjölbreytileika. 

Lífrænir bananar beint frá bónda - verkefnið okkar á Kostaríka

Fyrir meira en 20 árum setti HiPP á laggirnar einstakt verkefni til að tryggja lífræn ræktunargæði banananna okkar, undir stjórn Stefan Hipp og þaulreyndra sérfræðinga. Ólíkt því sem gerist í hefðbundnum búskap vaxa lífrænt ræktuðu bananaplönturnar okkar upp með gott rými milli plantna, á blönduðum plantekrum í hálendisskógum Kostaríka. Þessi blandaða ræktun vinnur gegn útbreiðslu sveppa og meindýra þar sem við notum aldrei nein íðefni við ræktunina. Þeir rúmlega 1000 smábændur sem starfa með okkur fá sanngjarna greiðslu fyrir afurðirnar og við ábyrgjumst árlegt kaupmagn. Með þeim hætti tekur HiPP einnig samfélagslega og efnahagslega ábyrgð gagnvart fólkinu á þessu svæði. Þessi milliliðalausa ræktun í sátt við náttúruna stuðlar að verndun vistgerða og líffræðilegs fjölbreytileika frumskóga Kostaríka.