Loftslagsvernd

Að vernda loftslagið er stærsta áskorun mannkynsins í dag. Loftslagsbreytingar – samfara minnkandi líffræðilegri fjölbreytni – skerða frjósemi jarðvegs og lífsskilyrði plantna og dýra. Til lengri tíma litið eru sjálfar grunnstoðir tilvistar okkar í hættu. Við framleiðslu matvæla þarf ákjósanleg veðurskilyrði og nægilega, en ekki of mikla úrkomu, sem og frjóan jarðveg. Ávextir, grænmeti og korn geta aðeins vaxið og dafnað ef loftslag, vatn og jarðvegur mynda samhljóma heild.

Þess vegna hefur HiPP unnið ötullega að loftslagsvernd í fjölda ára. Fyrir tilstilli endurnýjanlegra orkugjafa geta verksmiðjurnar okkar í Pfaffenhofen, Gmunden, Glina og Hanságliget framleitt vörur á loftslagshlutlausan hátt. Vörur frá þessum vinnslustöðvum hafa fengið vottun sem „loftslagsvænar“. HiPP tekur einnig þátt í átakinu „Wirtschaft pro Klima“ („Loftslagsvæn viðskipti“). Öll aðildarfyrirtækin sem koma að því átaki leggja ríka áherslu á verndun loftslagsins. Að því er varðar útblástur skaðlegra lofttegunda beinir HiPP þó ekki aðeins sjónum að framleiðsluferlinu: Nýjar umbúðalausnir, vönduð birgðastjórnun og moltugerð eru á meðal lykilþáttanna í stefnu fyrirtækisins um loftslagsmál.

Ef við eyðileggjum jarðveginn veldur það mikilli aukningu í losun skaðlegra lofttegunda. Ræktanlegt land, mýrar, skógarjarðvegur og graslendi binda kolefni. Óteljandi lífverur í jarðveginum lifa á kolefni og losa súrefni. Í lífrænum búskap, sem HiPP hefur unnið að í yfir 60 ár, eru þessar örverur taldar vera grunnurinn að myndun moldarefnis og um leið frjósemi jarðvegsins.