Loka

Þessari vöru hefur verið bætt við í körfuna

Þú getur alltaf farið í körfuna með því að smella á körfuna hér uppi til hægri.

2.Stig HiPP lífræna stoðblandan
Mynd af 2.Stig HiPP lífræna stoðblandan
Vörulýsing

HiPP lífræna stoðblandan, er blönduð úr úrvals lífrænni mjólk. Sameinar kosti náttúrunnar og þekkingu á eiginleikum brjóstamjólkur. Hún er mild og mettandi og inniheldur PRÆBIOTIK® fjölsykrur, sem styðja við vöxt heilsusamlegra baktería í meltingarvegi barnsins. Hún inniheldur einnig náttúrulega omega-3 fitusýru (alfalínolensýru), sem er mikilvæg fyrir eðlilega þroska á heila og taugakerfi. HiPP lífræna stoðblandan er kjörin viðbót við mataræði þegar börn 6 mánaða og eldri hætta að fá brjóst eða byrja að fá fjölbreyttara mataræði en mjólk. 

 

PRÆBIOTIK® fjölsykrur 
Fjölsykrur eru ómeltanleg kolvetni, þ.e. trefjar í fæðunni, sem styðja við vöxt „vinveittra“ baktería í meltingarvegi barnsins og örva þannig heilbrigða og þægilega meltingu. Brjóstamjólk inniheldur mikið magn örvandi fjölsykra, þ.m.t. galaktó-fjölsykrur, sem er bætt í HiPP lífrænu stoðblönduna. Með því að bæta þessum örvandi fjölsykrum í blönduna ætti bakteríuflóra í þörmum barna sem fá HiPP lífrænu stoðblönduna að líkjast því sem gerist hjá börnum sem fá brjóstamjólk. Hægðir ættu að verða mýkri og melting ætti því að vera auðveldari. 

Náttúrleg omega-3 fitusýra – þessi lífsnauðsynlega fitusýra (alfalínolensýra), sem er að finna í lífrænu hágæðahráefni okkar, er mikilvæg fyrir þroska á heila og taugakerfi. Járnbætt Næringarþarfir barnsins aukast frá u.þ.b. 6 mánaða aldri og þá ætti að íhuga að gefa barninu viðbótarmjólk sem hluta af blönduðu mataræði. 7 mánaða gamalt barn þarf nærri jafn mikið járn og fullorðinn einstaklingur – 7 mánaða gamalt barn þarf 7,8 mg á dag en fullorðinn karlmaður þarf 8,7 mg á dag. HiPP lífræna stoðblandan er járnbætt til að uppfylla þarfir barnsins fyrir þetta nauðsynlega næringarefni. 

Vítamín, steinefni og önnur mikilvæg innihaldsefni 
Mjólk er áfram mikilvæg uppspretta nauðsynlegra næringarefna sem nauðsynleg eru fyrir heilbrigðan vöxt og þroska frá 6 mánaða aldri. HiPP lífræna stoðblandan inniheldur mörg nauðsynleg steinefni, þ.m.t. kalk, fosfór, selen, zink og nauðsynlegu vítamínin A, B, C, D, E og K (eins og skylt er samkvæmt lögum). 

Hvers vegna að velja HiPP lífrænu stoðblönduna ?
 Hún er mild og mettandi lífræn viðbótarmjólk, sérstaklega þróuð til viðbótar við blandað mataræði. Hún inniheldur PRÆBIOTIK® fjölsykrur, sem styðja heilbrigða meltingu og náttúrlega omega-3 fitusýru, fyrir heilbrigðan þroska á heila og taugakerfi. 

HiPP lífræna stoðblandan er fáanleg í eftirtöldum gerðum: 

  • Duft, 800 g pakkning 
  • Tilbúnar 500 ml plastflöskur til þægindaauka þegar þú ert á ferð með barnið 
  • Duft • Frá 6 mánaða aldri 

Innihaldsefni • Lífræn undanrenna, lífrænar jurtaolíur, lífrænn mjólkursykur, lífrænt málmsnautt mysuduft, örvandi trefjar (galaktó-fjölsykrur úr mjólk), kalsíum karbónat, vítamínblanda (C-vítamín, E-vítamín, níasín, pantotensýra, A-vítamín, tíamín (B1-vítamín), B6-vítamín, ríbóflavín (B2-vítamín), fólínsýra, K-vítamín, bíotín, D-vítamín, B12-vítamín), kalíum klóríð, L-tryptófan, járnlaktat, zink oxíð, kopar súlfat, kalíum joðat, mangansúlfat, natríum selenat.

  • Inniheldur ekki erfðabreytt matvæli (GM)
  • Inniheldur ekki hveiti
  • Inniheldur ekki egg
  • Glútenlaust
  • Hnetulaust
Klúbbaskraning