Loka

Þessari vöru hefur verið bætt við í körfuna

Þú getur alltaf farið í körfuna með því að smella á körfuna hér uppi til hægri.

HiPP lífræna ungbarnablandan
Mynd af HiPP lífræna ungbarnablandan
Vörulýsing
HiPP lífræna ungbarnablandan er mild og er byggð á kaseini, sem fullnægir öllum næringarþörfum og hentar ef barnið fær ekki brjóst eða til viðbótar við brjóstagjöf. HiPP lífræna ungbarnablandan getur komið í veg fyrir að barnið hætti að nota pela of snemma. Hátt hlutfall kaseins miðað við mysu í próteinblöndunni sem notuð er í þessa mjólk gerir að verkum að hún fullnægir þörfum mjög svangra barna lengur en blanda sem byggð er á mysu, eins og Hipp lífræna ungbarnablandan. Að sjálfsögðu verða öll börn svöng og þarfnast þess að fá hæfilega mjólkurskammta með reglulegu millibili, en þessi blanda er sniðin að þörfum barna sem erfitt reynist að metta með mjólk sem ætluð er smábörnum. Í mjólkinni sameinast kostir náttúrunnar og þekking á eiginleikum brjóstamjólkur. Hún er blönduð úr úrvals lífrænni mjólk og inniheldur omega-3 og omega-6 langar, fjölómettaðar fitusýrur og PRÆBIOTIK® fjölsykrur. 

 

Langar fjölómettaðar fitusýrur 
Langar fjölómettaðar fitusýrur eru tegund ómettaðra fituefna sem gegna margvíslegu hlutverki í líkamanum. Alfalínólensýra er omega-3 löng fjölómettuð fitusýra sem er að finna í HiPP lífrænu ungbarnablöndunni. Tvær helstu löngu fjölómettuðu fitusýrurnar eru omega-3 fitusýran docosahexaensýra (DHA) og omega-6 fitusýran arakídonsýra (AA). Báðar þessar fitusýrur er að finna í brjóstamjólk og þeim er bætt í HiPP lífrænu ungbarnablönduna. AA og DHA eru mikilvægar fyrir sjónhimnu og heila og skipta miklu máli við þroska á sjón og taugakerfi hjá ungbörnum. Börn geta myndað AA og DHA úr öðrum fituefnum í fæðunni, en hæfileikinn til þess er takmarkaður fyrstu mánuðina, svo æskilegt er að fá AA og DHA úr fæðunni til að tryggja sem besta næringu og þroska barna sem fá pela á fyrstu 4-6 mánuðum ævinnar. 

PRÆBIOTIK® fjölsykrur 
Fjölsykrur eru ómeltanleg kolvetni, þ.e. trefjar í fæðunni, sem styðja við vöxt „vinveittra“ baktería í meltingarvegi barnsins og örva þannig heilbrigða og þægilega meltingu. Brjóstamjólk inniheldur mikið magn örvandi fjölsykra, þ.m.t. galaktó-fjölsykrur, sem er bætt í HiPP lífrænu ungbarnablönduna. Með því að bæta þessu örvandi fjölsykrum í blönduna ætti bakteríuflóra í þörmum barna sem fá HiPP lífrænu ungbarnablönduna að líkjast því sem gerist hjá börnum sem fá brjóstamjólk. Hægðir ættu að vera mýkri og melting ætti því að vera auðveldari. 

Fullnægir öllum næringarþörfum
HiPP lífræna ungbarnablandan fullnægir öllum næringarþörfum og sér barninu fyrir mikilvægum vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum sem þau þurfa til vaxtar og styrkingar ef þau fá ekki brjóst, eða til viðbótar við brjóstagjöf. 

HiPP lífræna ungbarnablandan er fáanleg í eftirtöldum gerðum:  

  • Duft, 800g pakkning 
  • NÝTT – Tilbúnar 200ml fernur til þægindaauka t.d. utan heimilis.
  • Duft Frá fæðingu 

Innihaldsefni Lífræn undanrenna, lífrænn mjólkursykur, lífrænar jurtaolíur, örvandi trefjar (galaktó-fjölsykrur úr mjólk), kalsíum karbónat, langar, fjölómettaðar fitusýrur (jurtaolía, fiskiolía), vítamínblanda (C-vítamín, E-vítamín, níasín, pantotensýra, A-vítamín, tíamín (B1-vítamín), B6-vítamín, ríbóflavín (B2-vítamín), fólínsýra, K-vítamín, bíotín, D-vítamín, B12-vítamín), ýruefni (soja lesitín), L-cystín, L- tryptófan, inósitól, járn súlfat, efni til að auka stöðugleika (L-mjólkursýra), zink oxíð, kopar-lýsín samband, kalíum joðat, mangansúlfat, natríum selenat.

  • Inniheldur ekki erfðabreytt matvæli (GM)
  • Inniheldur ekki hveiti
  • Inniheldur ekki egg
  • Glútenlaust
  • Hnetulaust
Klúbbaskraning