,

Hipp lífrænt síðan 1956

Fyrirtækið var upprunalega stofnað í lok 19. aldar af Joseph Hipp, þýskum kökusala , en sonur hans Georg þróaði þann hluta starfseminnar sem tók til barnamatar og kom honum á fót sem aðskilinni starfsemi árið 1932.

Árið 1956, þegar flestir bændur voru að snúa sér að hánytja landbúnaði, breytti Georg Hipp fjölskyldubýlinu í eitt fyrsta býlið með lífræna ræktun í Evrópu.

Í dag er HiPP einn stærsti framleiðandinn á lífrænum vörum í heiminum.

 

Alltaf hæstu gæði

Vegna stærðar og langrar hefðar fyrir lífrænni framleiðslu hefur fyrirtækið komið sér upp reyndum og áreiðanlegum birgjum sem rækta lífræna fæðu til að mæta ströngustu gæðakröfum.

Ólíkt því sem gengur og gerist í minni fyrirtækjum þarf HiPP ekki að treysta á gæði lífrænnar vöru af óþekktum uppruna og sveiflur á mörkuðum, heldur stjórnar eigin lífrænum innihaldsefnum í hæsta gæðaflokki. Fyrirtækið veit því nákvæmlega hvar og hvernig hvert efni var ræktað og þekkir jafnvel akurinn sem ræktað var á!

Klúbbaskraning