,

Umhverfisvænt

Eindregin trú HiPP á notkun lífrænnar fæðu og sjálfbærni teygir anga sína til umhverfisverndar og verndun framtíðar barna okkar.

HiPP er stærsti notandi lífræns hráfæðis á heimsvísu og hlífir þannig gífurlegum flæmum jarðvegs og grunnvatns við áhrifum tilbúins áburðar og skordýraeiturs. Með því að nota HiPP ungbarnamat ertu að stuðla að því að draga úr mengun!

  • Allar krukkurnar eru framleiddar með 100% kolefnisjöfnun og nota að lágmarki 50% endurunnið gler 
  • Koltvísýringslosun í HiPP verksmiðjum hefur minnkað um u.þ.b. 95% á síðustu fimm árum 
  • Hipp notar lífmassa (endurnýtanlega) orku og græna raforku (vatns- og sólarorku) við framleiðsluna (þörf á olíu til orkuframleiðslu hefur minnkað um meira en 90%) 
  • Með því að bæta einangrun í byggingum fyrirtækisins hefur tekist að spara á einu ári orku til að hita 30 heimili á ári – og þessari áætlun er ekki nærri lokið 
  • Á aðeins einu ári hefur fyrirtækið dregið úr vatnsneyslu um nær 10% 
  • Yfir 96% endurnýting er á úrgangi. Nota má lífrænan úrgang svo sem ávexti, grænmeti og korn í skepnufóður, sem orku í framleiðslu á lífrænu gasi eða sem lífræna moltu á akra 
  • Farartækjum verksmiðjunnar hefur meira að segja verið breytt þannig að þau gangi fyrir úrgangsplöntuolíu!
  • HiPP er alltaf að reyna að draga úr kolefnisleifum sínum og vann til viðskiptaverðlauna Sameinuðu þjóðanna árið 2000 í þakklætisskyni fyrir framúrskarandi umhverfisvernd.

Heimild: HiPP GMBH Yfirlýsing um umhverfisvernd 2006

Klúbbaskraning