,

Hugsað um dýrin

Hjá HiPP er hugsað ákaflega vel um dýrin svo þau lifi þægilegu og ánægjulegu lífi. HiPP er þeirrar skoðunar að með ánægðum dýrum séu gæðin meiri og kjötið bragðbetra í vörunum.


Hagabeit (Meira rými)**

Nautgripir HiPP og mjólkurkýr bíta gras á lífrænum engjum**. Svínin hafa nóg pláss í opnum hlöðum svo þau geti leitað sér að æti utan dyra. Kjúklingarnir fá mikla hreyfingu og krafsa í jörðina eins og kjúklinga er háttur. Og kalkúnarnir lifa eins og þeim er ætlað frá náttúrunar hendi í fersku lofti og með rými til að hreyfa sig.

 

Náttúrulegt, lífrænt mataræði*

Mjólkurkýrnar fá að vera úti í haga þegar þess er nokkur kostur, í náttúrulegum haga þar sem ekkert er um skaðlegan áburð, íðefni eða tilbúin úðaefni. Nautgripirnir fá einungis lífrænt gras, hey og fóðurkorn eins og það gerist best. Grísirnir fá lífrænt korn þar sem næringarefnin eru í jafnvægi. Kjúklingarnir og kalkúnarnir fá líka náttúrulegt, lífrænt fóður sem ræktað er undir mjög ströngu eftirliti.


Engin fitandi efni, engin sýklalyf

Öll dýrin okkar vaxa og þroskast eins og náttúran ætlaði þeim. Þau lifa náttúrulegu lífi á náttúrulegu fæði án vaxtarhormóna eða annarra fitandi efna. Ólíkt dýrum sem eru ekki lífrænt ræktuð er hjörðinni ekki gefin reglubundin sýklalyf.

 

Eftirlit dýralæknis

Að sjálfsögðu eru dýrin undir eftirliti dýralækna svo tryggja megi að þau séu við góða heilsu. Þurfi þau lyfjameðferð fer hún fram samkvæmt reglum um lífræna ræktun.


Algjör rekjanleiki

Hver kýr er eyrnamerkt og uppruni hennar skjalfestur í smáatriðum og nokkrar kynslóðir aftur í tímann.


* Samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins
** Þau eru hýst samkvæmt lífrænni vottun ef veðurskilyrði eru slæm

Klúbbaskraning