,

Mikilvægi lífrænnar fæðu fyrir barnið þitt?

Líkamar barna eru litlir og viðkvæmir. Líffærin, ónæmiskerfi og önnur mikilvæg líkamsstarfsemi er að þroskast svo áríðandi er að tryggja öryggi og hreinleika matarins sem þau neyta. Hreint og lífrænt matarræði er aldrei eins mikilvægt og fyrstu mánuði barnsins.
Í mat sem er ekki lífrænn geta verið leifar af skaðlegu meindýraeitri og önnur óæskileg aukaefni sem safnast geta upp í líkamanum. 

  • Frásog matar úr meltingarvegi smábarna er skilvirkara en hjá fullorðnum. Það kemur sér vel þegar næringarefni eru annars vegar, en ekki eins vel þegar um leifar af skaðlegu skordýraeitri er að ræða. 
  • Nýru smábarna eru óþroskuð og því lengur að skilja út úrgangsefni úr fæðunni.
  • „Ásættanlegt“ magn meindýraeiturleifa, sem mega vera í fæðunni, byggjast á líkamsþyngd fullorðinna, ekki smábarna.

Vissir þú að meindýraeitur er að finna ár hvert í þriðjungi þeirrar fæðu sem ekki er lífrænt ræktuð?
Stundum hefur epli, sem ekki er lífrænt ræktað, verið úðað allt að 16 sinnum með 36 mismunandi efnum (mörg þeirra er ekki hægt að þvo af, sama hvað þú reynir). Skordýraeitur var að finna í 80% eplasýna, sem ekki eru lífrænt ræktuð, í opinberum prófunum.

Klúbbaskraning