,

Gæðatrygging HiPP

Því má treysta að gæðastaðlar HiPP eru eins og best verður á kosið hvar sem er í ræktunar- og framleiðsluferli matar, mjólkurvara og drykkja. Prófanir á jarðvegi, greiningar á hráefni og eftirlit með tilbúinni vöru lýtur allt ströngustu áætlunum um gæðastjórnun.

Allt að 260 gæðaprófanir eru framkvæmdar áður en vörurnar fara úr verksmiðjunni. Komi upp vandamál er allri lotunni hafnað.

Hvernig gæðum er við haldið

 • Ein besta rannsóknastofa í Evrópu
  Rannsóknastofa Hipp er í fararbroddi á heimsvísu við greiningu á leifum. Prófanirnar eru svo ítarlegar að hægt er að finna eitt saltkorn í 50 metra sundlaug!

 • Verkkunnátta og tækni
  Framleiðsluteymið nýtur nýjustu tækni í framleiðslu sem er undir eftirliti manna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Til dæmis fjarlægir starfsfólk HiPP hvert einasta dökka hrísgrjón af færibandinu með sérstökum, litlum sogtækjum. Stundum er mannsaugað besta verkfærið! 

 • Stöðugar kannanir
  Sýni úr framleiðslulínunni eru tekin með reglulegu millibili til að kanna stöðugleika, vítamíninnihald, áferð, lykt og bragð.

 

Öryggi í flutningi

 • Gæði á krukkum
  Öryggi er lykilatriði hjá HiPP. Þess vegna eru eingöngu notaðar ný framleiddar glerkrukkur sem eru vandlega skoðaðar með tilliti til galla áður en þær eru fylltar. Að sjálfsögðu eru krukkurnar endurnýtanlegar eftir notkun.

 • Lofttæmdar
  Lofttæming tryggir að krukkan sé innsigluð og innihaldið sé ennþá dauðhreinsað. Þannig er tryggt að vörurnar haldist ferskar án þess að rotvarnarefnum sé bætt við. Allar krukkur eru lofttæmdar og innsiglaðar endanlega fyrir sendingu.

 • Lotunúmer
  Eftir að krukkurnar hafa verið fylltar og innsiglaðar fær hvert lok lotunúmer. Þannig má rekja hverja krukku hvert sem er í ferlinu og komast að því frá hvaða akri, engi, aldingarði eða dýri hún er komin, að meðtöldum uppskeru-, framleiðslu- og pökkunardögum. Við tökum fullkomna ábyrgð á sérhverri vöru í sölu.


Ræktun og framleiðsla samkvæmt aðferðum Hipp

Alltaf má treysta fyrsta flokks gæðastjórnun HiPP hvar sem er í framleiðsluferlinu, allt frá lífrænni ræktun á ökrum og í aldingörðum í bragðgóðar uppskriftir handa börnum.

Hér má líka fræðast um lífrænar ræktunaraðferðir HiPP, hvernig fuglar, býflugur og vindur í laufi leggja sitt að mörkum og hvernig umhverfissjónarmið eru lögð til grundvallar á skrifstofu okkar og framleiðslustað.

Klúbbaskraning