,

Ávinningur af lífrænt ræktuðu

Betri næring

Lífrænt ræktuð fæða inniheldur að meðaltali meira magn C-vítamíns og lífsnauðsynlegra steinefna eins og kalsíum, magnesíum, járn og króm, sem og verndandi andoxunarefna og ómega-3 fitusýra.

Niðurstöður úr stórri rannsókn, sem birt var í lok árs 2007, sýndu að lífrænt ræktaður matur hefur meira næringargildi og getur jafnvel hjálpað til við baráttu gegn krabbameini. Verkefninu stýrði Carlo Leifert, prófessor við Newcastle University í Bretlandi. Í ljós kom að lífrænt ræktaðir ávextir og grænmeti innihéldu allt að 40% meira af andoxunarefnum, sem gæti dregið úr hættu á krabbameini og hjartasjúkdómum.
Samkvæmt prófessor Leifert jafngiltu áhrif af neyslu lífrænnar fæðu því að fá einn aukaskammt af ávöxtum og grænmeti dag hvern.

 

Betra bragð

Að neyta lífrænnar fæðu þýðir að maturinn og innihaldsefnin kitla bragðlaukana án þess að hætta sé á skaðlegu meindýraeitri, nítrötum, vaxtarhormónum eða öðrum óæskilegum aukaefnum.

 

Betra fyrir umhverfið

Vísbendingar eru um að dýr sem fá lífrænt ræktað fóður hafi tilhneigingu til að vera hraustari en dýr sem fá hefðbundið fóður.
Lífrænn búskapur er ekki einungis til hagsbóta fyrir dýrin, heldur einnig fyrir umhverfið. Býli með lífræna ræktun samræmast mun betur áætlunum um náttúru- og landvernd.

Klúbbaskraning