,

Ræktunaraðferðir

Staðsetningin skiptir höfuðmáli

Akrar og aldingarðar þar sem lífrænu innihaldsefnin í HiPP eru ræktuð eru langt frá alfaraleið og iðnaðarsvæðum. Jafnvel er tekið mið af ríkjandi vindátt til að forðast loftmengun. Fræbirgðir verða að vera náttúrulegar og lausar við íðefni (chemicals).

 

Skiptiræktun

Bændur sem stunda lífræna ræktun halda jarðvegi óskemmdum með því að skipta um uppskeru á tilteknum akri á hverju ári og með því að stuðla að því að ormar, skordýr og aðrar lífverur dafni. Moltu (composted manure) og lífrænum efnum er dreift á akrana til þess að jarðvegurinn fái náttúrulega næringu.

 

Blátt bann við íðefnum

Ávextir, grænmeti og korntegundir vaxa náttúrulega eins og þeim er ætlað að gera. Enginn skaðlegur, tilbúinn áburður, meindýraeitur eða illgresiseyðir er notaður, engin eiturúðun sem mengar jarðveg og skilur eftir leifar í uppskerunni. Illgresi er fjarlægt með hefðbundnum vélrænum aðferðum og höndunum. Þetta er mikil erfiðisvinna!

 

Minni mengun

Þar sem ekki eru notuð skaðleg, tilbúin íðefni, draga þeir sem stunda lífræna ræktun úr jarðvegsmengun, bæði á grunnvatni og í fæðukeðjunni.

 

Þetta byrjar með fuglunum og býflugunum

Við lífræna ræktun er limgerðum haldið við svo og öðrum vistkerfum þar sem náttúran blómstrar og á móti stuðlar þetta að því að halda plágum í skefjum. HiPP er einnig virkt í að örva skordýra- og sniglaætur, svo sem maríubjöllur, broddgelti og söngfugla. Í aldingörðum HiPP er mikið af hreiðurkössum handa fuglunum.


Og vindur í laufi

HiPP ræktendur nota ýmsar hefðbundnar, náttúrulegar aðferðir svo sem félaga plöntun þar sem plöntum er blandað saman til að letja plágur eða vera tálbeitur. Annað dæmi er plöntun á afurðum eins og gulrótum á álagsstaði, þannig að vindurinn sem blæs eftir plönturöðunum stuðli að því að koma í veg fyrir myglu og plágur.

 

Vissir þú?

HiPP er í samstarfi við meira en 6.000 býli með lífræna ræktun um alla Evrópu og þaðan fást nærri 100.000 tonn af lífrænum hráefnum á ári. HiPP beitir einnig virkum stuðningi við minni háttar ræktendur á hverjum stað og borgar vel fyrir uppskeru þeirra.

Klúbbaskraning